Fréttir

Kostur að niðurstaðan var afgerandi, segir Unnur Valborg

Líkt og Feykir sagði frá í gærkvöldi þá höfnuðu íbúar Húnaþings vestra og Dalabyggðar sameiningu í íbúakosningum sem lauk í gær. Niðurstöðurnar voru býsna afgerandi en í Húnaþingi vestra sögðu 73,8% nei. Feykir spurði Unni Valborgu Hilmarsdóttur sveitarstjóra í Húnaþingi vestra í gærkvöldi hvers vegna hún telji að íbúar hafi hafnað sameiningu.
Meira

Bikarsunnudagur í Síkinu

Karla- og kvennalið Tindastól eru bæði í eldlínunni í dag, sunnudag, en þau eiga bæði leiki í 16 liða úrslitum VÍS-bikarkeppninnar. Stelpurnar hefja leik kl 16:30 og spila gegn Þór Akureyri en strákarnir hefja svo leik kl 19:30 þeir spila þegar Hamarsmenn úr Hveragerði mæta galvaskir til leiks.
Meira

Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fyrir þingkosningarnar fyrir rétt rúmu ári sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar, í Spursmálum á mbl.is að þjóðaratkvæðagreiðsla um það hvort sótzt yrði á nýjan leik eftir inngöngu í Evrópusambandið væri mikil málamiðlun af hálfu flokksins. „Það er ekki farið beint í aðild­ar­viðræður. Við för­um alltaf í þjóðar­at­kvæðagreiðslu á und­an. Og það er mik­il mála­miðlun af okk­ar hálfu,“ sagði hún í þættinum. Hins vegar hefur Þorgerður, líkt og aðrir fulltrúar Viðreisnar, ítrekað haldið því fram að hún treysti þjóðinni fyrir málinu. Nú síðast á Alþingi á föstudaginn.
Meira

Eyðir nánast öllum sínum frítíma í hesthúsinu

Greta Berglind Jakobsdóttir er íþróttagarpur vikunnar í Feyki og á það sameiginlegt með síðasta garpi Feykis að vera skagfirsk hestastelpa sem býr í Garðakoti í Hjaltadal. Greta Berglind er dóttir Katharinu Sommermeier sem alltaf er kölluð Rína og Jakobs Smára Pálmasonar og á hún einn yngri bróður sem heitir Anton Fannar. Greta gekk í leikskóla á Sauðárkróki en flutti svo í Hjaltadalinn sumarið áður en hún hóf skólagöngu fyrst í Grunnskólanum á Hólum og líkur nú grunnskólagöngunni í vor frá Grunnskóla austan Vatna.
Meira

Sameiningartillagan var felld

Síðustu rúmu tvær vikurnar hefur staðið yfir kosning um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra, Síðasti kjördagur var í dag og liggja niðurstöður fyrir. Sameiningu var hafnað í báðum sveitarfélögunum.
Meira

Væri til í útitónleika með Billie Eilish á Svalbarða | ANNA KRISTÍN

Hún er alin upp á Brandsstöðum í Blöndudal, dóttir Jóhönnu Helgu frá Móbergi í Langadal og Brynjólfs frá Austurhlíð í Blöndudal. Hún er fædd árið 1996 býr á Brekkunni á Blönduósi með sínum ekta manni Gunnari Inga Jósepssyni og heitir Anna Kristín Brynjólfsdóttir. Aðal hljóðfæri Önnu er röddin, segist vera sígólandi en á engu að síður að baki níu ára nám á píanó og notar þetta tvennt yfirleitt saman.
Meira

Okkur þykir mjög vænt um Bifröst

Það verða tímamót í félagsheimilinu Bifröst um áramótin en þá stinga húsverðirnir góðu, Bára Jónsdóttir og Sigurbjörn Björnsson, kannski best þekkt sem Bára og Sibbi, bónkústinum inn í skáp og skella í lás í síðasta skipti. Ekki stendur þó til að loka 100 ára gömlu húsinu og hefur staðan verið auglýst laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu Skagafirði. En af þessu tilefni ákvað Feykir að leggja nokkrar spurningar fyrir Báru og Sibba en enn meiri umfjöllun verður um Bifröst í síðasta Feyki ársins sem kemur út eftir viku.
Meira

Kom aftur til að athuga hvort hann myndi lifa af heilan vetur

Joachim B. Schmidt er höfundur nýútkominnar bókar sem ber það virðulega nafn Ósmann. Þetta er ekki bara einhver Ósmann heldur Ósmann okkar Skagfirðinga. Joachim hefur nú skrifað sögu Ósmanns í formi skáldsögunnar. Feykir hafði samband við Joachim og spjallaði aðeins við höfundinn um upprunann, lífið og skáldskapinn.
Meira

Stólarnir í hátíðarskapi á Álftanesinu

Meira

5 vaxtalækkanir á einu ári | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Meira