Fréttir

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar Blönduósbæjar

Fyrsti fundur nýkjörinnar sveitarstjórnar Blönduósbæjar var haldinn sl. fimmtudag, þann 19. júní að Hnjúkabyggð 33. Á fundinum var kosið í embætti, nefndir og stjórnir stofnana sveitarfélagsins og var Valgarður Hilmarsson kosinn...
Meira

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Húnaþingi vestra

Fyrsti fundur nýrrar sveitarstjórnar í Húnþingi vestra var haldinn mánudaginn 16. júní sl. Lögð var fram skýrsla kjörstjórnar um niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna í sveitarfélaginu og skipað í nefndir. Úrslit kosningann...
Meira

Karlakórinn Heimir á Austurvelli

Nú er viðburðaríku starfsári hjá Karlakórnum Heimi lokið, en kórinn lauk starfsári sínu með að taka þátt í hátíðarathöfninni á Austurvelli þann 17. júní sl. Í sömu ferð tóku þeir einnig þátt í hátíðardagskrá í ...
Meira

Jónsmessutónleikar í Hólaneskirkju

Jasspíanistinn og saxafónleikarinn, Drew Krasner, Nes listamiðstöð og Hólaneskirkja bjóða á einleikstónleika Drew Krasner í kirkjunni á Jónsmessu. Drew Krasner heldur tónleika sunnudaginn 22. júní, kl. 18:00, í Hólaneskirkju. A
Meira

Tveir Skagfirðingar taka þátt í Evrópukeppni landsliða í frjálsum

Samkvæmt vef Tindastóls tekur Íslenska frjálsíþróttalandsliðið þátt í Evrópukeppni landsliða sem fram fer um helgina í Tiblis í Georgíu. Liðið hefur einsett sér að vinna sig upp um deild og miðað við frábærar framfarir hj...
Meira

Jónsmessuganga Ferðafélags Skagfirðinga

Hefðbundin Jónsmessuganga  Ferðafélags Skagfirðinga í Glerhallarvík verður laugardagskvöldið 21. júní næstkomandi. Þátttakendur aka á eigin bílum út að Reykjum. Lagt af stað kl. 21. Grettiskaffi opið. Allir velkomnir og þ
Meira

Jónsmessuhátíð hefst í dag

Jónsmessuhátíðin á Hofsósi hefst í dag og stendur fram á sunnudag. Dagskráin hefst formlega kl. 17 með félagsmóti Svaða á Hofsgerðisvelli og síðan er Jónsmessuganga kl. 18 undir leiðsögn Þórdísar Friðbjörnsdóttur. Um kl. ...
Meira

Flugfélagið Greenland Express

Flugfélagið Greenland Express stefnir að því hefja millilandaflug um Akureyri 25. júní næstkomandi. Flogið verður á sunnudögum og miðvikudögum. Heimahöfn félagsins er í Álaborg og þess vegna verður flogið þaðan til Kaupmanna...
Meira

Óskað eftir sveitarstjóra í Húnavatnshreppi

Húnavatnshreppur auglýsir eftir sveitarstjóra á heimasíðu sinni. Starfið innifelur daglegan rekstur sveitarfélagsins, yfirumsjón með bókhaldi og áætlanagerð, vinna með og fylgja eftir ákvörðunum sveitarstjórnar. Gæta hagsmuna s...
Meira

„Ekkert mál að redda þessu - allt sem þarf er bara vilji“

Sigrún Aadnegard færði nýrri sveitarstjórn svf. Skagafjarðar, á fyrsta fundi sínum sem fór fram í Safnahúsinu á Sauðárkróki í gær, undirskriftarlista um 200 íbúa Skagafjarðar um aðgengis- og aðstöðumál fatlaðra. Óskað e...
Meira