feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
12.11.2025
kl. 10.36
oli@feykir.is
Atvinnuleysi er lægst á landinu á Norðurlandi vestra, eða aðeins 1,3%, samkvæmt nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Í frétt Húnahornsins segir að skráð atvinnuleysi á landinu öllu í október hafi verið 3,9% og hafði þá aukist um 0,4% frá mánuðinum á undan. Í október 2024 var atvinnuleysið hins vegar 3,4%. Að meðaltali voru 8.030 atvinnulausir í október síðastliðnum, 4.661 karl og 3.369 konur. Meðalfjöldi atvinnulausra fjölgaði um 682 manns milli mánaða.
Meira