Körfuboltafjör á Skagaströnd á laugardag
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
19.09.2025
kl. 09.18
Það er ekki bara á Króknum sem verður spilaður körfubolti um helgina hér á Norðurlandi vestra. Í dag og á morgun munu þrjú li,ð sem taka þátt í 1. deild karla í vetur, leiða saman hesta sína og spila þrjá æfingaleiki í íþróttahúsi Skagastrandar. Milli leikja á morgun verður boðið upp á körfuboltafjör fyrir unga iðkendur og auk Skagstrendinga er áhugasömum á Blönduósi og í nágrenni Skagastrandar velkomið að mæta.
Meira