Fréttir

Sirrí sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu

Forseti Íslands sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær 1. janúar.  Ein af þessum fjórtán sem sæmd var heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu var Sigríður Sigurðardóttir (Sirrí á Ökrum) fyrrverandi safnstjóri, fyrir framlag til varðveislu torfbæja og annarra menningarminja.
Meira

Síkið á morgun!

Nú byrjar árið af krafti í körfuboltanum á fyrsta leik ársins 2026 hjá Tindastólsmönnum þegar Valsarar mæta norður.
Meira

Tíu marka veisla í Kjarnafæðimótinu

Kvennalið Tindastóls í knattspyrnu spilaði fyrsta leikinn á undirbúningstímabilinu fyrir átökin í Lengjudeildinni nú skömmu fyrir jól. Mótherjinn var lið Dalvíkur og úr varð mikil markaveisla en leikurinn, sem var spilaður fyrir norðan og var hluti af Kjarnafæðimótinu, endaði 5-5.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | „Það var góð mynd og aldeilis barist“

„Bifröst er fyrir mér kennileiti í Skagafirði, bara eins og Drangey og Mælifellshnjúkur. Ég var í Gagnfræðaskólanum á Króknum veturinn 1970 til 1971 og síðan þá tengi ég Bifröst mjög sterkt við Sæluvikuna. Ég hef greinilega ekki lært mikið meðan Sæluvikan stóð yfir þarna árið 1971 því ég sé í gömlum bréfum sem ég skrifaði frænda mínum að ég hef farið á öll böllin (nema tvö), séð þrjár bíómyndir ogtvær leiksýningar þá vikuna,“ segir Blöndhlíðingurinn Eyþór Árnason, ljóðskáld og fyrrverandi sviðsstjóri.
Meira

Þetta er sauna – ekki hefðbundið gufubað

Sigrún Davíðsdóttir er menntaður hárgreiðslumeistari, iðnkennari og saunagusumeistari, hefur alla tíð haft mikinn áhuga á vellíðan, sköpun og því að byggja upp góðar upplifanir fyrir fólk. Sigrún starfar í dag bæði sem hárgreiðslumeistari og sem rekstraraðili Saunasetursins á Hvammstanga – en það er verkefni sem hún hefur unnið að, af mikilli ástríðu og trú á að það geti bætt líðan fólks og styrkt samfélagið hér fyrir norðan eins og hún segir sjálf.
Meira

BIFRÖST 100 ÁRA | Lengi lifi Bifröst!

„Fæddur 21. október 1956 og skírður Helgi og varð fljótt úr því ,,Helgi Gunn”, löngu seinna tók ég svo upp nafnið Dagur og úr því varð „helgidagur” eða Helgi Dagur,“ segir Helgi Dagur Gunnarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Bifrastar, þegar hann er beðinn að gera grein fyrir sér. Eðlilega fékk Feykir Helga til að rifja upp minningar úr Bifröst.
Meira

Molduxar sigurvegarar Jólamóts 2025 með Forsetann í fararbroddi

Jólamót Molduxa fór fram á öðrum degi jóla þar sem 13 lið öttu kappi í körfubolta „af mikilli fegurð og yfirvegun“ eins og segir í tilkynningu á Facebook-síðu Molduxa. Það var stuttbuxnadeild Molduxa sem bar sigur úr bítum í úrslitaleik gegn ungum og sprækum piltum í liði Hágæða dráttarvéla en Hús Frítímans fékk flest stigin í B flokki.
Meira

Stórgóð þátttaka í Jólamyndagátu Feykis 2025

Starfsfólk Feykis lét hendur standa langt fram úr ermum í dag og var því dregið úr réttum lausnum í Jólamyndagátu Feykis 2025. Hátt í 40 lausnir bárust, sem verður að teljast ansi gott, en vinningshafarnir voru aðeins þrír.
Meira

Áramótabrennur og flugeldasýningar á Norðurlandi vestra

Gamlársdagur er á morgun og það má reikna með að margur hugsi sér gott til glóðarinnar og fíri upp flugeldum af miklum móð. Björgunarsveitirnar eru með sölu á slíkum varningi víðast hvar á þéttbýlisstöðum – ef ekki hreinlega öllum. Engir eru snjóskaflarnir til að stinga flugeldunum í áður en þeim er skotið á loft en það er jákvætt að útlit er fyrir skaplegt veður annað kvöld.
Meira

Hver verður Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025?

Líkt og undanfarin ár leitar Feykir til lesenda með tilnefningar um mann ársins á Norðurlandi vestra. Síðast var það Ásta Ólöf Jónsdóttir á Sauðárkróki sem var kjörin maður ársins fyrir árið 2024 en nú er komið að því að finna verðugan aðila til að taka við nafnbótinni Maður ársins á Norðurlandi vestra 2025. Feykir óskaði eftir tilnefningum og rökstuðningi og hér má sjá þau sem tilnefnd hafa verið:
Meira