Fréttir

Ef ég segi ekki Birta þá talar Stjáni minn aldrei við mig aftur… / ÁRNI ÞÓR

Árna Þór Þorbjörnsson kannast örugglega margir við en hann plokkaði bassa um árabil með hinum rómuðu Herramönnum og nokkrum undanförum þeirra. Í Herramönnum var Árni ásamt bekkjarbræðrum sínum Kristjáni Gísla, Kalla Jóns, Svabba Helenu og Birki Guðmunds svo einhverjir séu nefndir. Árni er fæddur 1970 og alinn upp á Króknum. Hann segist ekki eiga neitt uppáhaldstímabil í tónlistinni. „Ég hlusta á tónlist frá öllum tímabilum og er þessi alræmda alæta á tónlist,“ segir Árni.
Meira

Fækkun starfa einna mest hjá FNV

Fækkun starfa hjá Mennta- og menningarmálaráðuneytinu er einna mest hjá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra ef fjárlög ársins 2015 verða samþykkt óbreytt, alls sex talsins. Þetta kemur fram í svari Illugi Gunnarssonar ráðherra sl...
Meira

Þorpin okkar

Það eiga margir rætur sínar að rekja til sjávarþorpanna vítt og breitt um landið, þorpanna sem kúra undir fjallshlíðum eða eru við víkur og voga. Þau hafa orðið til og byggst upp vegna hagstæðrar legu sinnar við sjó og góð...
Meira

Fjölmenni á kynningarfundi um hitaveitu í Fljótum

Um sextíu manns voru á kynningarfundi sem Skagafjarðarveitur héldu í félagsheimilinu Ketilási varðandi fyrirhugaða hitaveitu í Fljótum. Umræða um hitaveitu hefur staðið alllengi í Fljótum og heitar lindir á nokkrum stöðum í sv...
Meira

Varað við stormi í kvöld

Veðurstofan varar við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á landinu. Norðan 8-15 m/s og él er nú á Ströndum og Norðurlandi vestra, en norðvestan 13-23 undir kvöld og snjókoma, hvassast á annesjum. Talsverð ofankoma í kvöld og fram...
Meira

Eldri nemendur Varmahlíðarskóla setja Footloose á svið - FeykirTV

Árshátíð eldri nemenda Varmahlíðarskóla verður haldin í Menningarhúsinu Miðgarði nk. föstudag, 16. janúar kl. 20:00. Söngleikurinn Footloose verður þá settur svið en hann er byggður á samnefndri kvikmynd sem Kevin Bacon fó...
Meira

Fyrirkomulag snjómoksturs í Skagafirði

Fyrirkomulag snjómoksturs í Skagafirði er þannig háttað að Vegagerðin sér alfarið um að moka þjóðveg 1, Sauðárkróksbraut,  Siglufjarðarveg frá Sauðárkróksbraut, Hólaveg frá Siglufjarðarvegi að Hólum og Þverárfjallsveg...
Meira

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á föstudag

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin föstudaginn 16. janúar næstkomandi í Félagsheimili Hvammstanga. Söngvarakeppni hefst kl. 20:00 en húsið opnar kl. 19:30. Á vef Norðanáttar kemur fram að keppninni sé skip...
Meira

Húnvetnska liðakeppnin 2015 senn að hefjast

Sjöunda mótaröðin í Húnvetnsku liðakeppninni fer senn að hefjast en jafnan ríkir mikil eftirvænting fyrir mótinu á meðal hestamanna í Húnaþingi vestra. Dagssetningar fyrir mót vetrarins eru: 14. febrúar smali, 6. mars fjórgangur...
Meira

Tveir sigrar og tveir tapleikir

Um helgina var þó nokkuð um að vera hjá yngri flokkunum Tindastóls í körfu og þétt dagskrá í Síkinu, samkvæmt vef Tindastóls. Króksamótið var haldið á laugardeginum auk þess sem fjórir leikir voru spilaðir, þar af þrír he...
Meira