Fréttir

Vill sjá Stólana lyfta Íslandsmeistaratitli

Sverrir Pétursson býr á Sauðárkróki og hans lífsförunautur er Helga Sif og saman eiga þau fjögur afkvæmi, Töru Dögg, Emmu Karen, Úlfar Þór og Herbert.  Sverrir er smiður hjá Uppsteypu og gerði upp árið fyrir Feyki.
Meira

Byggingaverktaki sýnir Freyjugötureitnum áhuga

Á fundi skipulagsnefndar Skagafjarðar þann 8. janúar síðastliðinn var fjallað um breytingu á deiliskipulagi vegna Freyjugötu en Gunnar Bjarnason ehf. sækir um svæðið sem afmarkast á milli Freyjugötu 5 og 11 til norðurs og suðurs og Freyjugötu og Strandvegar til vestur og austurs að undanskilinni lóðinni Freyjugötu 9 – eða hluta svokallaðs Freyjugötureits þar sem m.a. bílaverkstaði KS stóð áður. Feykir spurði Sigfús Inga Sigfússon sveitarstjóra út í málið.
Meira

65 umsóknir hlutu styrk úr Uppbyggingarsjóði Norðurlands vestra

Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra var haldin 12. janúar í Sjávarborg á Hvammstanga við hátíðlega athöfn. Á heimasíðu SSNV segir að þar voru veittir styrkir í þremur flokkum, þar sem áhersla var lögð á að styðja við fjölbreytt og framsækin verkefni sem efla atvinnulíf, nýsköpun og menningu á svæðinu.
Meira

Hilda Karen verður mótsstjóri Landsmóts hestamanna

Sagt er frá því á heimasíðu Landsmóts hestamanna að gengið hafi verið frá því að Hilda Karen Garðarsdóttir verði mótsstjóri á mótinu sem fer fram á Hólum í Hjaltadal fyrstu vikuna í júlí. Henni til halds og trausts varðandi skipulag og utanumhald á keppni verða Skagfirðingarnir Sigurlína Erla Magnúsdóttir og Unnur Rún Sigurpálsdóttir.
Meira

Fínn gangur í miðasölu á Landsmót hestamanna

Landsmót hestamanna fer fram á Hólum í Hjaltadal dagana 5.-11. júlí og talsvert síðan að miðar á mótið fóru í sölu. Feykir spurði Áskel Heiðar Ásgeirsson, framkvæmdastjóra Landsmóts, hvernig gangurinn væri í miðasölunni og reyndist kappinn býsna ánægður með áhugannm í það minnsta hingað til. „Þetta eru hærri tölur en sést hafa, amk. fyrir undanfarin mót þannig að við erum mjög ánægð með þessar viðtökur,“ sa
Meira

Fyrst tökum við Venezúela og svo... | Leiðari 2. tbl. Feykis 2026

Það er rétt að byrja á því að óska lesendum Feykis gleðilegs nýs árs. Árið 2025 var að mörgu leyti hið ágætasta fyrir okkur Íslendinga, sneisafullt af veðurblíðu, málþófi um veiðigjald og tappaþref á þingi og alls konar sem Áramótaskaupið minnti okkur á. Skaupið var svo ljómandi gott að eltihrellar og net-tröll náðu sér engan veginn á strik á samfélagsmiðlunum og þar ríkti þögnin ein á nýársnótt.
Meira

Opið hús hjá Leigufélaginu Bríet – Flúðabakki, Blönduósi

Leigufélagið Bríet ehf. hefur nýlega fest kaup á 6 glæsilegum íbúðum að Flúðabakka 5 á Blönduósi. „Við erum afar ánægð með að bæta þessum eignum við íbúðaframboð svæðisins og stuðla þannig við fjölbreyttari íbúðamarkaði,“ segir í fréttatilkynningu frá félaginu. Leigufélagið Bríeta býður því íbúum Húnabyggðar að koma og skoða íbúðirnar og ræða við fulltrúa Leigufélagsins þriðjudaginn 20. janúar nk. frá kl 12:00 til kl 14:00 á Flúðabakka 5, Blönduósi.
Meira

Sex ungmenni í úrtak fyrir U-18 landslið

Það komu frábærar fréttir úr barnastarfinu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar í dag þegar sagt var frá því að sex börn úr starfinu hafa verið valin í úrtak fyrir U-18 ára landslið Íslands sem mun taka þátt í landsliðsverkefni fyrir Íslandshönd næsta sumar. „Þetta er ótrúlega mikil heiður og flott afrek hjá þessum krökkum með að vera valin í þetta verkefni en þau eiga það fyllilega skilið eftir frábæran árangur á mótum ÍPS á síðasta ári. Allir þessir krakkar hafa verið að æfa hjá félaginu frá stofnun barnastarfsins og hafa verið dugleg að æfa og mæta á mót bæði innan félags sem og á landsvísu,“ segir Júlíus Helgi þjálfari hjá Pílukastfélaginu. 
Meira

Góð þátttaka í Mannamóti 2026

Á heimasíðu SSNV er sagt frá því að vel hafi verið mætt á Mannamót sem fram fór í Kórnum í Kópavogi í gær þar sem fulltrúar Norðurlands vestra voru áberandi og kynntu fjölbreytta og öfluga ferðaþjónustu á svæðinu. Þar áttu ferðaþjónustuaðilar svæðisins góð samtöl við ferðaskipuleggjendur og aðra fagaðila, kynntu sína starfsemi og sköpuðu ný tengsl til framtíðar.
Meira

Öruggur sigur á Breiðhyltingum í hörkuleik

Lið Tindastóls og ÍR mættust í Síkinu í gærkvöldi í leik sem var jafnari og meira spennandi en kannski margur átti von á. Stólarnir byrjuðu leikinn betur en gestirnir voru hvergi bangnir og áttu góða spretti sem heimamenn svöruðu yfirleitt að bragði. Níu stigum munaði í hálfleik og það má segja að sá munur hafi haldist að mestu út síðari hálfleikinn. Lokatölur 101-90 og Stólarnir nú einir í öðru sæti Bónus deildarinnar eftir tapleik hjá Val gegn rísandi stórveldi Ármanns.
Meira