Á undanförnum vikum hefur færst í vöxt að stofnanir auglýsi störf sem ekki eru bundin við starfsstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Persónuvernd auglýsti tvö störf á Húsavík, Ferðamálastofa auglýsti sömuleiðis tvö störf án staðsetningar nýverið og Samband íslenskra sveitarfélaga er þegar þetta er skrifað með þrjú störf í umsóknaferli sem öll eru án staðsetningar.
Störf án staðsetningar hafa verið og eru mikið í umræðunni. Það er opinber stefna að 10% allra atvinnuauglýsinga á vegum ríkis og stofnana verði án staðsetninga árið 2024. Það er gott og mikilvægt markmið sem á að auka tækifæri landsbyggðarinnar ásamt því að jafna tækifæri til atvinnu. Störf án staðsetningar verða þó að þjóna tilgangi sínum. Slík stefna getur nefnilega virkað öfugt fyrir landsbyggðina. Þessi stefna þarf þannig að skila meira en hún tekur af landsbyggðinni og skila raunverulegum ávinningi samkvæmt markmiðum sínum.
Nú þegar tvítugsafmælið mitt nálgast óðum, ásamt fleiri tímamótum, þá hef ég mikið verið að hugsa til baka. Það er eflaust undarlegt fyrir mörgum að velta sér upp úr slíku um tvítugt þegar maður er rétt að komast á fullorðinsárin, en ég held það sé mikilvægt upp á hvað maður velur að taka með sér áfram út í lífið.
Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.
Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Smáframleiðendur á Norðurlandi vestra eru komnir á ferðina á ný á með sölubílinn sinn góða en í dag verður boðið upp á ýmislegt góðgæti á Skagaströnd við Vörusmiðju BioPol milli klukkan 11 og 13. Seinni partinn verður svo farið á Blönduós og selt við B&S Restaurant frá klukkan 15 - 17.