Ég er fædd á Sauðárkróki og átti heima mína fyrstu mánuði á Tyrfingsstöðum á Kjálka í Skagafirði. Á Sauðárkróki ólst ég upp og fór út til Sviss á 18. afmælisdaginn minn.
Þegar plága geisaði sem mest um heiminn fyrir ekki svo löngu mátti gjarnan heyra sagt að nú væru runnir upp sögulegir tímar; þessir sem lesið er um í sögubókum; sem einkennast af stríðum og hörmungum; sem Íslendingar höfðu ekki fengið að reyna um allnokkurt skeið. Þar kom að við höfum nú mörg fengið nægju okkar af sögulegum tímum.
Jóhanna María Grétarsdóttir Noack, varð Íslandsmeistari í júdó í flokki U13 á Íslandsmeistaramóti yngri flokka sem fram fór hjá júdódeild Ármanns í Reykjavík þann 21. maí síðastliðinn. Varð sigurinn einkar glæsilegur þar sem Jóhanna þurfti að glíma við drengi þar sem hún var eina stúlkan í sínum flokki eins og Feykir greindi frá á sínum tíma.
Lið Íslands hefur undanfarna daga tekið þátt í Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Serbíu. Eftir nokkuð magurt gengi síðustu árin eftir kynslóðaskipti í liðinu voru menn nokkuð bjartsýnir á gengi liðsins þó árangurinn hafi í raun farið fram úr væntingum að þessu sinni...
Kristjana Ýr Feykisdóttir (12 ára) sem býr á Víðimel í Varmahlíð á eina kisulóru sem heitir Mosi og er níu ára. Margir kannast eflaust við Mosa á Sauðárkróki frá því að Kristjana bjó þar því hann var duglegur að lenda í ævintýrum sem enduðu yfirleitt alltaf vel.
Hvað eiga Freyja, Stormur, Ormur, Píka, Skör og Funi sameiginlegt? Jú, allt eru þetta hestanöfn sem koma fyrir í texta á Hestamóti, nýju lagi Slagarasveitarinnar sem komið er á Spotify. Textinn fjallar um hóp fólks sem er ríðandi milli landshluta eða sveita á leið á næsta hestamót. Það er stemmning og tilhlökkun hjá öllum og dregin er upp mynd af ferðalaginu og því sem bíður á hestamótinu. Þar verður hópur góðra vina og kunningja og nú skal njóta stundarinnar.