Íþróttamaður Skagafjarðar

Íþróttamanni Skagafjarðar afhentur bikarinn á æfingu

Pétur Rúnar Birgisson íþróttamaður Skagafjarðar og Israel Martin besti þjálfarinn að mati dómnefndar voru færðir bikarar og viðurkenningaskjöl á æfingu. Þá fékk meistaraflokkur karla tilnefningu sem lið ársins.

Þar sem engin miskunn er gefinn í íþróttunum þegar ná á árangri komust þeir Pétur Rúnar og Israel Martin hvorugur á afhendingu viðurkenninga hjá UMSS í kvöld en athöfnin fór fram í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Eftir að formaður körfuboltadeildarinnar hafði tekið við viðurkenningunum var brugðið á það ráð að fara með góssið á æfingu eins og sést á meðfylgjandi myndbandi.