Þetta nafn finst ekki í DI. En samt leikur enginn efi á því, að það er óbrjálað nafn, og óbreytt er það í öllum jarðabókum. (Sjá J. og Ný J.bók – Jarðabók 1703 (Kialar).)
Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi.
Á dögunum mælti félags- og barnamálaráðherra fyrir frumvarpi um fæðingar- og feðraorlof þar sem lagðar eru til breytingar um lengingu á fæðingarorlofi í 12 mánuði og er það í samræmi við stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og lífskjarasamninga á almennum vinnumarkaði frá því í vor. Að sama skapi er lagt til að sá tími sem foreldrar eiga rétt á greiðslu fæðingarstyrks lengist um þrjá mánuði.
Á einhverju Facebook rúllinu mínu um daginn þá sá ég að einhver hefði unnið einhverja keppni með Bounty köku en því miður las ég aldrei fréttina. Í síðustu viku fékk ég svo þörf til að baka en fann ekki þessa vinningsuppskrift, en fann fullt af öðrum girnilegum uppskriftum. Ég endaði á einhverri erlendri bökunarsíðu og lét Google þýða fyrir mig yfir á íslensku og viti menn.... kakan varð bara þokkalega góð hjá mér og heitir hún Kókoskladdakaka.
Það er enginn bilbugur á viðburðastjóranum Huldu Jónasar að halda jólatónleika á Sauðárkróki þrátt fyrir að dagsetningin lendi á föstudeginum 13. desember. Á dagskránni verða gömlu og góðu jólalögin sem fólk man eftir, segir Hulda og nefnir lög eins og Hvít jól, Hin fyrstu jól, Jólasveininn minn, Jóla á hafinu og Ég hlakka svo til í bland við nýrri lög.