Beint í æð

Beint í æð í Bifröst

Sæluvikustykki Leikfélags Sauðárkróks að þessu sinni er farsinn Beint í æð eftir Ray Cooney sem Gísli Rúnar Jónsson þýddi. Blaðamaður hitti formann leikfélagsins ásamt leikstjóra í kaffispjalli í bakaríinu og forvitnaðist um hvers er að vænta.

Leikstjóri verksins, Jóel Ingi Sæmundsson, hefur áður komið við sögu hjá Leikfélagi Sauðárkróks en fyrir þremur árum setti hann upp leikritið Rjúkandi ráð með félaginu. Jóel útskrifaðist úr leiklistarnámi í Bretlandi árið 2009 og hefur síðan þá unnið að ýmsum verkefnum í leikhúsi, sjónvarpi, auglýsingum og fleiru og hefur undanfarið unnið mikið við að gera barnasýningar fyrir leikskóla. Jóel segir að sér þyki gott að vera á Króknum þar sé í raun hægt að gera flest sem mann langar til.