Tólf prósent kjósenda myndi greiða Sjálfstæðisflokknum atkvæði sitt ef gengið yrði til þingkosninga nú miðað við skoðanakönnun Prósents sem birt var í Morgunblaðinu um síðustu helgi. Á sama tíma myndu 18% kjósa Miðflokkinn. Þessi þróun hefur verið í gangi um hríð en þó einkum undanfarnar vikur þar sem ekki er hægt að segja annað en að fylgi Sjálfstæðisflokksins hafi hreinlega hrunið á skömmum tíma.
„Þetta er allt að koma“ eru einkunnarorð ríkisstjórnarinnar varðandi viðvarandi verðbólgu og þá óboðlegu vaxtakúgun sem almenningur hefur þurft að þola undanfarin ár. Ísland er með hæstu stýrivexti í hinum vestræna heimi. Aðeins fjögur lönd í Evrópu eru með hærri stýrivexti en Ísland: Rússland, Úkraína, Hvíta-Rússland og Tyrkland.
Sumarið (júní-ágúst) 2024 var sérstakt og einkenndist fyrst og fremst af bleytu, sólarleysi og kulda, meiri bleytu og að lokum enn meiri bleytu. En hvernig er samanburðurinn við önnur sumur á okkar svæði? Taka skal fram að úrkoma á Norðurlandi vestra er almennt mjög lítil og á ársgrundvelli víða á láglendi um og undir 500mm og undir 400mm þar sem þurrast er og með því þurrasta hér á landi. Nokkuð meiri úrkoma er í útsveitum og svo víða mun meiri á hálendinu.
Herra Hundfúll er viðkvæmur að eðlisfari og má ekkert aumt sjá né heyra. Í gærkvöldi settist hann í makindum niður fyrir framan imbakassann til að horfa á körfuboltaleik milli Aþenu og Tindastóls sem fram fór í Breiðholti. Eftir nokkurra mínútna áhorf gafst hann upp eftir að hafa hlustað á svívirðingar og munnsöfnuð þjálfara heimaliðsins í garð eigin leikmanna.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.