Það kom ánægjulega á óvart sú niðurstaða KPMG í verkefninu, Það er gott að eldast, að eldra fólk, það er að segja 67+, skilaðu 12 milljörðum meira til sveitarfélaganna í formi útsvars og fasteignagjalda, heldur en það sem sveitarfélögin lögðu til þjónustu við þennan aldurshóp. Þetta verkefni, Það er gott að eldast, er unnið á vegum þriggja ráðuneyta, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Landssambandi eldri borgara. Það hefur einhvern veginn verið álitið að umræddur hópur væri byrði á samfélaginu en það er nú eitthvað annað.
Mér finnst áberandi hve það kemur flatt upp á ýmsa nemendur mína þegar ég segi að Ísland sé í hópi ríkustu samfélaga í heimi. Sýni ég þeim gjarnan einhverja lista þar sem við kannski rólum í kringum fimmtánda sæti og eftir að búið er að taka út einhvers konar borgríki, sjálfstjórnarsvæði og jafnvel olíuríki með mikla sérstöðu blasir við að við erum á topp tíu ef ekki topp fimm meðal samfélaga sem við viljum bera okkur saman við þ.e. Vestræn lýðræðisríki. Ef litið er til samanburðar sem tekur til fleiri lífskjaraþátta heldur en tekna, þá komum við alla jafna nokkuð vel út þegar litið er til ungbarnadauða, lífaldurs, heilsu, jafnréttis, friðsældar, mannréttinda, menntunar o.fl. slíkra þátta
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi.
Herra Hundfúlum var bent á það að næstu tveir leikir Stólastúlkna í 1. deild kvenna í körfunni væru gegn Hamri og Þór og síðan Aþenu, Leikni og UMFK. Er ekki ansi ósanngjarnt að þær þurfi að spila við fimm félög í tveimur leikjum? Hvar er jafnræðisreglan núna?
Í Gilstúninu á Króknum býr Hekla Eir ásamt eiginmanni sínum, Óla Birni, og syni þeirra Birni Helga. Þau eru ein af mörgum hundaeigendum á Króknum og eiga tvo hreinræktaða Tíbetan Spaniel hunda sem heita Ludo (The magical gamer Ludo) og Astro (Glowing Astro, sable boy).
Næstkomandi sunnudag hefst Sæluvika Skagfirðinga með allri sinni dýrð og samkvæmt hefð frumsýnir Leikfélag Sauðárkróks sitt leikrit um kvöldið. Að þessu sinni varð gamanleikurinn Á svið fyrir valinu eftir Rick Abbot í þýðingu Guðjóns Ólafssonar. Feykir sendi Sigurlaugu Dóru Ingimundardóttur, formanns félagsins, nokkrar spurningar og forvitnaðist um verkið.