Someone like you - Rannveig Sigrún

Rannveig Sigrún sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Síðastliðinn föstudag fór fríður hópur ungmenna úr Félagsmiðstöðinni Friði í Skagafirði til Dalvíkur en þar fór fram söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, Norður-org. Þrettán atriði voru skráð til leiks og kepptu um þau fimm sæti sem voru í boði í Söngkeppni Samfés sem verður haldi 25. mars nk. í Laugardalshöll.