Tindastóll Höttur
- Dags.: 20.11.2015
Feykir sagði frá því síðastliðið vor að KUSK, Kolbrún Óskarsdóttir (fædd 2003), hefði sigrað Músíktilraunir 2022 og verið fyrsti einstaklingurinn til að vinna Tilraunirnar frá upphafi vega. Kolbrún á ættir að rekja í Skagafjörðinn og því var hún plötuð í að svara Tón-lystinni nú fyrir jólin og fékk raunar nokkrar aukaspurningar. „Ég er dóttir Óskars Arnar Óskarssonar og því barnabarn Óskars [læknis] Jónssonar og Aðalheiðar Arnórsdóttur. Ég ólst mestmegnis upp í Svíþjóð þar sem pabbi og mamma voru í sérnámi fyrir lækninn en eyddi mörgum sumrum í Dalatúninu á Króknum,“ segir Kolbrún en rétt er að geta þess að móðir hennar, Ingibjörg Hilmarsdóttir, er frá Vopnafirði en fjölskyldan býr nú í Vesturbænum í Reykjavík.