„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
Tveir helztu drifkraftar verðbólgunnar hér á landi undanfarin misseri hafa annars vegar verið kostnaður vegna húsnæðis og hins vegar innflutt verðbólga. Aðallega frá ríkjum Evrópusambandsins enda mest flutt inn þaðan. Verðbólga jókst þar ekki vegna aukinna umsvifa heldur fyrst og fremst vegna glórulausra ákvarðana evrópskra ráðamanna í orkumálum sem varð til þess að ófá ríki sambandsins urðu háð orku frá Rússlandi. Þegar loks var brugðist við í þeim efnum, þó enn sé flutt inn mikið af rússneskri orku, leiddi það til hærra orkuverðs, þar með hærri framleiðslukostnaðar og loks hærra vöruverðs sem síðan skilaði sér hingað.
„Nei Óli, dreptu mig ekki!!!“ söng í einum starfsmanni Nýprents fyrir nokkrum dögum. „Jahérna, er hann þá svona!?“ gætu lesendur leiðara Feykis hugsað þegar þeir lesa þetta.
Það er fátt mýkra en kanínur og ef þær eru til í knús þá er yndislegt að kúra með þessi dýr. En þær geta verið misjafnar þessar elskur en kanínan sem Telma Ýr í Kvistahlíðinni á Króknum á er mikið fyrir að vera nálægt mannfólkinu sínu og láta brasa með sig. Telma Ýr er dóttir Hildar Haraldsdóttur og Skarphéðins Stefánssonar og á hún eina systur, Ardísi Hebu.