Ævintýrabókin

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ævintýrabókina eftir Pétur Eggerz næstkomandi sunnudag í Bifröst. Höfundur tónlistar er Guðni Franzson og leikstjóri Ingrid Jónsdóttir. Alls eru 28 hlutverk í sýningunni sem leikin eru af 25 leikurum. Tíðindamaður Feykis fór á æfingu á þriðjudagskvöldið og tók upp nokkur myndbrot og klippti saman.