Dráttarbátur kemur til Sauðárkróks

Dráttarbátur sá er Skagafjarðarhafnir hafa nýverið fest kaup á, kom til hafnar á Sauðárkróki 22. nóvember 2021. Að sögn Dags Þórs Baldvinssonar, hafnarstjóra, er um mikið öryggismál að ræða fyrir sjófarendur. Kemur báturinn til með að þjóna togurum og fraktskip innan hafnar sem utan en hingað til hafa trillur verið notaðar með misgóðum árangri.