Pilsaþytur afhendir hátíðarbúning

Pilsaþytur í Skagafirði afhenti Sveitarfélaginu Skagafirði kyrtil til afnota fyrir Fjallkonu sveitarfélagsins við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Miðgarði 22. apríl 2022. Frá haustdögum 2019 vann félagið að því að sauma búninginn en því verki lauk í nóvember 2021 og til stóð að afhenda hann nokkru síðar eða þann 1. desember en samkomutakmarkanir o.fl. komu í veg fyrir það.