Stólarnir í stuði í Síkinu í gærkvöldi – sigur gegn Keflavík á FeykirTV

Það var heldur betur fjör í Síkinu þegar Tindastóll sigraði topplið Keflvíkinga, 97-91, í Dominos-deildinni í körfubolta í gær. Eins og segir í leiklýsingu sem birt var á Feyki.is í gærkvöldi mátti sjá leikgleðina sem einkenndi liðið síðasta vetur á ný og slenið sem hefur legið eins og mara yfir leikmönnum Stólanna í haust var á bak og burt.