Norðvesturkjördæmi á sér aðeins framtíð ef fólk sér fyrir sér framtíð sína þar. Til að fólk vilji búa á stöðunum – sama hvaða nafni þeir nefnast þarf að huga að fjölbreytni. Það þarf fjölbreytt atvinnutækifæri fyrir fjölbreytt fólk með ólíkan bakgrunn. Við viljum öll helst búa í einhvers konar Kardemommubæ þar sem bakarinn bakar brauð og skóarinn smíðar skó.
Nafn: Þóra Margrét Lúthersdóttir
Aldur: 39 ára
Heimili: Forsæludalur
Fæðingarstaður: Reykjavík, 1sta febrúar 1982
Staða: Sauðfjár- og skógarbóndi
Sæti á lista VG: 2-3 sæti
Í nútímasamfélagi hafa trúarmynstur breyst. Hægt er að trúa á hvað sem er eða ekki neitt. Mig langar að skrifa nokkur orð um æðri mátt og hvað hann hefur gert fyrir mig. Það skemmtilega við æðri mátt er að hann getur verið hvað sem er. Æðri máttur getur verið Jesú, hafið, kærleikurinn, eitthvað sem þú getur ekki skilgreint og allt þar á milli. Spurningin er bara hvað hentar okkur sjálfum og svo að leyfa öðrum að finna það sem hentar þeim.
Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.
Hefur þú einhvertíma séð Maine Coon kött? Held að hann hafi þá ekki farið framhjá þér því það sem einkennir þá tegund er einna helst hvað þeir eru stórir, síðhærðir, oft með
mikinn makka (kraga), loðið skott og svokallaðar „tufdir” á eyrunum. En þeir eru einstaklega blíðir og góðir og ekki að ástæðulausu að þeir séu oft kallaðir „The Gentle Giants“. Reynir Kárason á Sauðárkróki á einn slíkan sem heitir Nökkvi en Feyki langaði aðeins að forvitnast meira um hann.
Nú er ljóst að Sæluvika Skagfirðinga verður haldin í ár en með mikið breyttu sniði vegna samkomutakmarkana. Hefst hún næsta sunnudag 25. apríl og stendur til 1. maí. Viðburðir verða ýmist haldnir með rafrænum hætti eða þá eins og gildandi samkomutakmarkanir leyfa.