Hrói höttur
- Dags.: 19.10.2017
Andri Már Sigurðsson (1984), sem stundum skúrar blúsheiminn undir nafninu Joe Dubius, er sennilega best þekktur sem aðalrödd og gítar- og banjóleikari í framlínu Contalgen Funeral. „Þegar ég var yngri komst ég í plöturnar hans pabba, hlustaði mikið á Queen, Bubba, CCR , Deep Purple og allskonar. Svo voru það bílferðir með mömmu til Hólmavíkur þar sem Abba og Sálin voru ráðandi. Núna er ég aðallega að hlusta á upptökur sem fara á næstu plötu með Contalgen Funeral, maður spilar þetta þar til maður fær hálfgert ógeð á þessu.“