Dansmaraþon 2017

Tíundu bekkingar Árskóla á Sauðárkróki hófu árlegt dansmaraþon nú klukkan 11 í morgun en dansað verður sleitulaust í sólarhring. Danssýning allra nemenda skólans verður svo klukkan 17 í dag og eru þá allir hvattir til að mæta í íþróttahúsið og fylgjast með.