Drangey SK 2 skírð
- Dags.: 20.08.2017
Það er ávallt viðburðaríkt hjá Áskeli Heiðari Ásgeirssyni, enda kappinn með fyrirtæki undir því nafni sem þeytir upp viðburðum af ýmsu tagi og oftar en ekki tónlistartengdum. Má þar til dæmis nefna Drangey Music Festival og svo er hann einn Bræðslubræðra. Heiðar er fæddur þegar hraun ran á Heimaey og uppalinn á Borgarfirði eystra, kom hingað á Sauðárkrók í fjölbrautaskóla, kynntist frábærri skagfirskri konu af úrvalsættum og er hér enn, fjórum dætrum síðar, eins og hann segir sjálfur.