Tvær stjörnur

Stefna suður með Bó og meira til

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps hefur lokið í bili flutningi sínum á verkefninu "Bó og meira til". Á fésbókarsíðu sinni segir Höskuldur B. Erlingsson, formaður kórsins, að húsfyllir hafi verið á tónleika gærkvöldsins sem haldnir voru í Blönduósskirkju. Eru karlakórsmenn alveg í skýjunum með viðtökurnar.

Segir Birkir að stefnt sé á suðurferð með verkefnið en ekki er búið að ákveða hvenær það verður. Hér fyrir neðan er myndband frá tónleikum kórsins í Miðgarði þar sem Hugrún Sif Hallgrímsdóttir syngur alveg eins og engill í laginu Tvær stjörnur.