Dansmaraþon 2016
- Dags.: 06.10.2016
Að þessu sinni leitaði Tón-lystin fanga á nesinu Akra og fann þar mann ættaðan úr hreppnum Akra. Um er að ræða snillinginn Svein Arnar Sæmundsson, uppalinn á Syðstu-Grund í Blönduhlíð og afkvæmi Þorbjargar Eyhildar Gísladóttur og Sæmundar Sigurbjörnssonar. Hljóðfæri Sveins Arnars eru orgel og píanó auk mannsraddarinnar. Sveinn starfar sem organisti og kórstjóri við Akraneskirkju og ekki fyrir svo alls löngu hljóp hann í skarðið sem kórstjóri Heimismanna. Spurður um helstu tónlistarafrekin svarar Sveinn: -Ég á erfitt að meta það og lít ekki á neitt sem ég hef gert í tónlistinni sem einhver afrek. Læt tónlistina leiða mig áfram og ef vel er með farið þá gerist alltaf eitthvað gott. Og sem betur fer hefur margt jákvætt gerst á mínum tónlistarferli. Til dæmis var ég valinn bæjarlistamaður Akraness árið 2012. Það var dágóð viðurkenning sem ég fékk fyrir mitt framlag til menningarmála á Akranesi.