Dagur leikskólans 2019

Dagur leikskólans var haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í gær en sjötta febrúar er gert hátt undir höfði í leikskólasögu þjóðarinnar þar sem frumkvöðlar leikskólanna stofnuðu fyrstu samtök sín á þessum degi árið 1950. Á Sauðárkróki röltu leikskólabörnin, ásamt kennurum sínum, í Skagfirðingabúð og sungu fyrir gesti og gangandi. Meðfylgjandi vídeó er tekið við það tækifæri.