Króksblót 2018 - Annáll
- Dags.: 18.03.2018
„Ég er sonur Símonar Skaphéðinssonar frá Gili og Brynju Ingimundardóttur frá Ketu í Hegranesi,“ segir Baldvin Ingi þegar Tón-lystin krækir í brottfluttan Króksarann. „Mér skilst að ég hafi tekið mín fyrstu skref hjá afa í Ketu en hann þurfti að hafa smá stjórn á mér þar. Afi átti Ketu áður en Símon [Traustason] keypti býlið. Þegar ég var á þriðja ári fluttum við á Krókinn, í Birkihlíð 19, og síðar í Dalatúnið sem eru í mínum huga æskustöðvarnar.“