Bikarinn heim

Það var gríðarleg stemning í Síkinu þegar bikarmeistarar Tindastóll mættu á svæðið með nýfægðan Maltbikarinn. Stuðningsmenn Stólanna létu sig ekki vanta og troðfylltu áhorfendabekkina og samglöddust strákunum. Það er óhætt að segja að allir voru með á nótunum.