Kite klúbburinn á brimbrettum í Skagafirði

Þeir vöktu sannkallaða athygli brettakapparnir sem þeystu eftir sjávaröldunum við Borgarsand í Skagafirði hangandi í vinddrekum þann 2. júní 2019. Þarna var á ferðinni hópur áhugasamra Kite surfara á Íslandi sem héldu árhátíð sína á Bjórhátíðinni á Hólum og tóku að sjálfsögðu allan búnað til brettaiðkunar með.