Eva Rún Dagsdóttir á fleygiferð í körfunni

Fimm mánuðir eru liðnir síðan Eva Rún Dagsdóttir, lykilleikmaður Tindastóls í körfubolta, lá mikið kvalin á gjörgæsludeild eftir að hafa fengið blóðtappa. Batinn hefur, sem betur fer, verið góður en sl. mánudag spilaði hún sinn fyrsta körfuboltaleik eftir veikindin. Hún segist ekki hafa mátt spila körfubolta fyrr en eftir mánuð hið minnsta í viðbót en fékk nýlega leyfi frá lækni sínum að spila aftur sem voru miklar gleðifréttir.