Kveikt á jólatré 2016

Það var hátíðarstemning á Sauðárkróki þegar ljósin voru tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi sl. laugardag. Veðrið var prýðisgott, logn og örlítið frost enda fjölmennti fólk á torgið og skemmti sér vel.

Barnakór Sauðárkrókskirkju hóf dagskrá með því að taka lagið og þær stöllur Anna Karen og Þórgunnur fylgdu í kjölfarið og sungu nokkur lög sem og Fúsi Ben og Vordísin. Sigríður Svavarsdóttir forseti sveitarstjórnar flutti hátíðarávarp og jólasveinarnir gerðu, eins og búast mátti við, mikla lukku unga fólksins.

Stemninguna má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan.