Ýkt elding
- Dags.: 12.10.2017
Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið.
Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið.
Binni Rögnvalds er fæddur á því herrans eitís ári 1984. Hann er sonur Hrannar og Rögga Valbergs tónlistarkennara og organista og alinn upp á Króknum og býr þar í dag. Binni spilar aðallega á gítar en þó einnig á píanó, bassa og ýmis önnur hljóðfæri. Helsta afrek sitt á tónlistarsviðinu segir hann vera að hafa árið 2011 gefið út plötuna A Little Trip með frumsömdum lögum og textum. Hann hefur spilað inn á ýmsar plötur, þar á meðal fyrir rapparann Ramses, og tekið þátt í allskonar tónleikum og giggum í gegnum árin og þá tók Binni þrisvar sinnum þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna, ávallt með frumsamin lög.