Ýkt elding
- Dags.: 12.10.2017
Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið.
Danssýning nemenda Árskóla fór fram í gær í Íþróttahúsin á Sauðárkróki og er hún haldin samhliða dansmaraþoni 10. bekkjar. Krakkarnir kunna vel að meta danslistina og lokalagið setur punktinn yfir I-ið.
Tón-lystar-spekingurinn í þetta skiptið er Haukur Freyr Reynisson, oft kenndur við Bæ á Höfðaströnd. Haukur er fæddur á fyrsta ári áttunda áratugarins, fyrstu árin alinn upp í Hveragerði en síðan í skagfirsku sælunni. Haukur segist spila á svuntuþeysi (gamalt orð yfir hljóðgerfil eða hljómborð) og hans helstu afrek í tónlistinni eru að vinna ekki hljómsveitakeppni í Húnaveri, komast ekki í úrslit í músíktilraunum en spila svo á dansiböllum um allt land.