Landsmót 4x4 í Skagafirði 2018

Skemmtileg ferð um hálendi Skagafjarðar - Myndband

Föstudagsmorguninn 16. mars mætti stór hópur jeppamanna í Skagafjörðinn á landsmót 4x4 klúbbsins á Íslandi. Farnir voru bíltúrar á fjöll bæði föstudag og laugardag og á laugardagskvöld var svo boðið upp á sameiginlegan kvöldmat í Miðgarði. Skagafjarðardeild 4x4 klúbbsins stóð að undirbúningi heimsóknarinnar og skipulagði bíltúrana. Undirrituðum var boðið með í föstudagstúrinn sem hófst við Hótel Varmahlíð en þar gisti stór hópur gestanna.

Ferðasöguna er hægt að nálgast í 12. tbl. Feykis ásamt myndir en einnig var vídeóvélin á lofti og hér fyrir neðan er hægt að sjá afraksturinn.