Skottujol

Síðast liðið vor fékk Feykir styrk úr Uppbyggingarsjóði til framleiðslu á dægurmálaþáttum. Ákveðið var að verja honum til að gera annars vegar þátt sem sýndi svipmyndir úr Sæluviku Skagfirðinga annars vegar og hins vegar til að framleiða jólaþátt í samstarfi við nemendur í kvikmyndagerð við FNV.

Þættirnir fara nú í loftið á feykiTV. Í þættinum Skottujól, sem hér fer í loftið, spreyta nemendur í kvikmyndaferð í FNV sig á þáttagerð og slá á létta strengi. Það er upplagt að nota jólafríið til að líta á þennan skemmtilega þátt og koma sér í jólaskapið.

Umsjón og handritsgerð var í höndum Árna Gunnarssonar hjá Skottafilm, Berglindar Þorsteinsdóttur fv. ritstjóra Feykis og Kristínar S. Einarsdóttur, blaðamanns hjá Feyki.