Hrútur í andlitssnyrtingu hjá hundinum Tuma

Í desember er fengitíminn hjá sauðfénu og hafa þá hrútarnir nóg að gera. Á Gauksstöðum í Skagafirði fara þeir í andlitssnyrtingu hjá hundinum Tuma sem sleikir þá vandlega og snurfusar. Meðfylgjandi myndband tók Haraldur Ingólfsson í fjárhúsunum á Gauksstöðum um mánaðamótin nóv. – des. sl.

Tíðindamaður Feykis hafði ekki heyrt af slíku háttarlagi hjá hundum áður og sendi fyrirspurn á Stefán Friðriksson, dýralækni í Glæsibæ í Skagafirði, sem sagðist einnig hafa séð hunda sleiki t.d. nautgripi í framan.  „Þá held ég að þeim líki bragðið af þeim vessum sem þar finnast, tár, munnvatn o.fl.  Og síðan hefur þessum hrútum væntanlega fundist andlitsbaðið þægilegt, fyrst þeir stönguðu ekki frá sér,“ segir Stefán.