Útskrift skólahóps leikskólans Ársala á Sauðárkróki 28. maí 2015
- Dags.: 15.10.2015
Nafn Elsu Rutar Róbertsdóttur datt alveg óvart í fang Feykis þegar verið var að leita að fórnarlömbum í Tón-lystina. Eftir smá nöldur ákvað hún að takast á við verkefnið. Elsa, sem er fædd 1981, býr á Norðurbrautinni á Hvammstanga og það er alveg slatti af tónlistarhæfileikum í ættinni; þannig hafa bræður hennar, Júlíus og Þorsteinn báðir svarað Tón-lystinni fyrir nokkru síðan og Elsa er því þriðja barn hjónanna Hafdísar og Róberts á Hvalshöfða til að svara þættinum. „Ég ólst upp í Hrútafirði, fyrst á Borðeyri en síðan Reykjaskóla. Eftir að hafa prófað að búa í Kópavogi í smá tíma fluttist ég aftur norður og hef búið á Hvammstanga síðan 2006,“ segir hún.