Þvottahúsið Perlan á Hvammstanga

Þvottahúsið Perlan á Hvammstanga hefur verið starfrækt um nokkurt

skeið en síðstu ár hefur starfsemin tekið talsverðum breytingum. Það sem byrjaði sem aukavinna hjá hjónunum Sigfríði Eggertsdóttur og Guðjóns Valgeirs Guðjínssonar er í dag öflugt fyrirtæki með hátt í tuttugu manns í vinnu þegar best lætur.

Nýlega flutti fyrirtækið í nýtt og stærra húsnæði til að anna aukinni eftirspurn en óhætt má segja að aukning ferðamennskunnar hafi áhrif á vöxt fyrirtækisins. Sjónvarpsstöðin N4 heimsótti Perluna og forvitnaðist um starfsemina.