Matís sýndarveruleikamyndband - Lífhagkerfið

Lífhagkerfið í Skagafirði - Myndband

Á NordBio ráðstefnunni sem fram fór í Silfurbergi í Hörpu dagana 5.-6. október sl. var frumsýnt myndband framleitt af Skottufilm á Sauðárkróki um lífhagkerfið. Í þessu verkefni var Skagafjörður notaður sem dæmi um sterkt svæði í þeim skilningi. En lífhagkerfi er hagkerfi sem byggir á nýtingu lifandi auðlinda á landi og í sjó þar sem leitast er við að hámarka ávinning án þess að ganga á auðlindirnar.