Fyrirmyndarfrumkvöðlar - 1. þáttur_Gandur FTV

Nú er kominn í loftið fyrsti þátturinn í röð nýrra netþátta á FeykirTV sem bera yfirskriftina Fyrirmyndarfrumkvöðlar. Í þættinum er rætt við þau Ásdísi Sigurjónsdóttur, Einar E. Einarsson og Sólborgu Unu Pálsdóttur á Syðra-Skörðugili í Skagafirði.

Þau standa að framleiðslu smyrsla og leðurfeiti úr minkafitu undir vörumerkinu Gandur. Greina þau meðal annars frá því hvernig hugmyndin kviknaði, mikilvægum stuðningi Matís við verkefnið, leitinni að réttu umbúðunum, samstarfi við myndlistarnemendur um hönnun vörumerkis og yfirstandi framkvæmdum við aðstöðu fyrir framleiðsluna.

Eru þeir framleiddir af Feyki og Skottu kvikmyndafjelagi, sem njóta styrkjar frá Uppbyggingasjóði Norðurlands vestra til þáttagerðarinnar. Þáttagerðin er í höndum Árna Gunnarsson kvikmyndagerðarmanns, Berglindar Þorsteinsdóttur, ritstjóra Feykis og Kristínar Einarsdóttur, blaðamanns hjá Feyki. Þáttastjórnendur eru Berglind og Kristín en um upptökur og eftirvinnslu sér Árni Gunnarsson.