Einar Örn Bed of Roses Söngkeppni FNV 2017

Einar Örn Gunnarsson söng til sigurs

Söngkeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra var haldin á sal skólans föstudaginn 17. febrúar sl. fyrir fullu húsi áhorfenda. Ellefu flytjendur fluttu tíu lög, hvert öðru betra, eins og segir á vef skólans. Rannveig Sigrún Stefánsdóttir, sem sigraði í söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, flutti lag sem gestur og vann hug og hjörtu áhorfenda.