Það kostar ekkert að brosa smá:)
- Dags.: 20.03.2020
Haukur Sindri Karlsson er ungur og upprennandi tónlistarmaður sem vakið hefur verðskuldaða athygli m.a. fyrir aðkomu sína að tónlistarvinnu í uppsetningum leikverka við Verkmenntaskólann á Akureyri. Hann hefur verið að gefa út eigin tónlist sem hægt er að finna á Spotify, undir Haukur Karls, og fyrir skömmu gaf hann út, í samvinnu við félaga sína á Króknum Atla Dag Stefánsson og Ásgeir Braga Ægisson, nýtt lag, Let you down. Haukur Sindri stundar nú nám í Danmörku sem væntanlega leiðir til BA-prófs og heitir á ensku „Music Production“. Feykir leitaði til Hauks Sindra og fékk hann til að svara nokkrum laufléttum Tón-lystar spurningum.
