Það kostar ekkert að brosa smá:)
- Dags.: 20.03.2020
Það ættu nú flestallir sem komnir eru til vits og ára hér fyrir norðan að tengja við tónlistarmanninn Eika Hilmis, fullu nafni Eirík Hilmisson, en hann gerði hér áður víðreyst um landið með hljómsveitinni Týról og að sjálfsögðu Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar. Eiki var magnaður með gítarinn en segir sjálfur að hans undurfagra söngrödd hafi alltaf verið sinn helsti styrkur í tónlistinni.