Í nóvember sl. var tilkynnt hverjir fengu þann heiður að vera valdir í landsliðshóp fyrir komandi verkefni hjá Frjálsíþróttasambandi Íslands. Tveir Skagfirðingar eru í þeim hópi, Ísak Óli Traustason og Sveinbjörn Óli Svavarsson. Kapparnir tveir úr Skagafirðinum eru þrautreyndir á keppnisvellinum og hafa ósjaldan staðið á verðlaunapalli.
Telja má víst að bærinn dragi nafn af hamri, eða hárri klöpp, sem er skammt frá bænum, en „ripr“ þýðir í fornu máli brattan hamar, eða bjargsnös (sbr. Lexicon Poeticum, bls. 468). Bærinn stendur einnig á klöpp. Ekki er mjer kunnugt um, að orð þetta þekkist í öðrum staða- eða bæjanöfnum, að undanteknu konungssetrinu forna: Rípum á Jótlandi.
Það var fyrir tveimur árum að það skaut upp í huga mér að líklegast myndi alvöru mótorhjól henta mér betur en rafskutlan sem ég keypti ári áður. Rafskutlan er ekki gerð fyrir meiri þunga en 120 kg og mældist ég langt þar fyrir ofan og þar sem ég á ekki bíl og hef lítinn áhuga á slíku farartæki bættist þyngd innkaupa við yfirþyngdina sem hjólinu var ætlað að bera.
Herra Hundfúll missti næstum út úr sér snuðið þegar hann sá Guðna Bergs tilkynna landsmönnum að haldið yrði áfram að spila fótbolta ... af því bara. Þrátt fyrir að það sé kominn vetur. Þrátt fyrir að mörg lið hafi misst frá sér leikmenn út í heim. Þrátt fyrir að liðin á höfuðborgarsvæðinu megi ekki æfa. Þrátt fyrir að liðin hafi litla sem enga möguleika á að afla tekna. Þrátt fyrir að einhver lið verði kannski að flytja heimaleiki sína í önnur byggðarlög. Þrátt fyrir að leikmenn á landsbyggðinni séu í skóla á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir að liðin þurfi að tefla fram gjörbreyttum liðum í nóvember. Þrátt fyrir áhugamennsku. Þrátt fyrir heimsfaraldur... – Já, fótbolti þrátt fyrir allt.
Að undanförnu hafa verið miklar framkvæmdir við og í kringum húsakynni FISK Seafood á Sauðárkróki, Hofsósi og Skagaströnd. Það hafa ekki bara verið fjarlægð mörg hundruð tonn af alls konar rusli og drasli heldur var einnig bætt um betur og byggingar fyrirtækisins á Sauðárkróki málaðar bæði að innan og utan.
Út er komin 2. smáskífa Gillons af væntanlegri plötu. Lagið nefnist Fíll og köttur og var það upprunalega samið fyrir 16 árum er höfundur dvaldi syðra við nám. Upptökustjórn er sem fyrr í höndum Sigfúsar Arnars Benediktssonar, félaga Gísla úr Contalgen Funeral og er tekið upp í Stúdíó Benmen. Þar vinna þeir Fúsi og Gísli í 5. sólóplötu þess síðarnefnda og mun hún bera heitið Bláturnablús. Útgáfa er áætluð seinna á þessu ári.