„Það verður alltaf einhver umræða en það verður engin þjóðaratkvæðagreiðsla að ég tel næstu fjögur árin. Ástæða þess er sú staðreynd að þetta er alltof langt ferli, við horfum upp á mjög mikla ókyrrð í kringum okkur og við þurfum að einbeita okkur að mikilvægustu verkefnunum,“ segir Erna Solberg, leiðtogi norska Hægriflokksins, í samtali við norska fréttavefinn E24 í dag og vísar þar til næsta kjörtímabils í Noregi en þingkosningar fara fram þar í landi næsta haust.
Kári Viðarsson, Frystiklefanum á Rifi, er handhafi Landstólpans 2025. Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, var afhentur í fjórtánda sinn á ársfundi Byggðastofnunar sem fram fór í Breiðdalsvík 8. maí sl. en Landstólpinn er veittur árlega einstaklingum, fyrirtækjum og hópum sem þykja hafa skarað fram úr í verkefnum sínum og störfum.
Á heimasíðu USVH segir að Húni, ársrit Ungmennasambands Vestur-Húnvetninga, sé komið út, að þessu sinni 45. árgangur. Birtar eru fréttir síðasta árs úr öllum „gömlu sveitarfélögunum“ sem mynda Húnaþing vestra og minnst þeirra sem létust á síðasta ári á svæðinu. Einnig eru í ritinu frásagnir, ljóð og annar fróðleikur úr héraði.
Baula þær enn beljurnar á Bjarnastöðum er fyrirsögn sem hr. Hundfull skrifaði árið 2013 þegar þriggja daga átveislan byrjaði það árið, þ.e. bolludagur, sprengidagur og öskudagur. Eftir að hafa lesið þessa fínu hugleiðingu hans er við hæfi að endurbirta hana því það eru eflaust margir sammála honum í þetta skiptið!