sigurkarfan
- Dags.: 23.01.2023
Áfram heldur Feykir að banka upp á og biðja fólk um að svara Tón-lystinni. Nú er það Guðrún Helga Jónsdóttir sem býr í Miðhúsum í Akrahreppi hinum forna sem kemur til dyra. Hún segist vera af hinum óviðjafnanlega 1975 árgangi og hafa alist upp við dásamlegar aðstæður í Miðhúsum. „Pabbi, Jón Stefán Gíslason, er borinn þar og barnfæddur en mamma, Sigríður Garðarsdóttir, er ættuð úr Neðra Ási,“ segir Guðrún Helga.