Það kostar ekkert að brosa smá:)
- Dags.: 20.03.2020
Að þessu sinni er það trommarinn og slagverksleikarinn geðþekki, Jóhann Daði Gíslason (2000), sem svarar Tón-lystinni. Jóhann er alinn upp í Drekahlíðinni á Króknum en segist núna vera hér og þar. Hann er sonur Gísla Sigurðssonar og Lydíu Óskar Jónasdóttur og því með fótbolta í æðunum og dró fram markaskóna síðasta sumar og dúndraði inn nokkrum mörkum af hægri kantinum fyrir lið Tindastóls. Spurður út í helstu afrekin á tónlistarsviðinu segir hann það vera að hafa gefið út lagið Dúddírarirey með félögum sínum í Danssveit Dósa og skipuleggja tónleikana Jólin heima– sem vill svo skemmtilega til að verða einmitt nú um helgina.